Skemmdarverk á Þristinum

Krotað var á stél og búk flugvélarinnar.
Krotað var á stél og búk flugvélarinnar.

Einhverjir brutu sér leið inn á öryggissvæði Reykjavíkurflugvallar  í nótt og krotuðu á hina tæplega 65 ára gömlu Douglas DC-3 vél Landgræðslunnar. Heitir vélin Páll Sveinsson, en hún er í daglegu máli kölluð Þristurinn.

Skemmdarvargarnir úðuðu á vinstri hlið vélarinnar, en sú hlið sést ekki frá flugturninum. Óvíst er hversu margir voru að verki eða hversu lengi þeir dvöldu á svæðinu. Félögum í Þristavinafélaginu, sem rekstrarfélag vélarinnar, tókst að hreinsa málninguna af vélinni í dag.

Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugstoða, segir umferð óviðkomandi aðila um öryggissvæði flugvallarins litna mjög alvarlegum augum, enda um brot á loftferðalögum að ræða. Hún segir Flugstoðir munu kanna hvernig skemmdarvargarnir komust inn á svæðið. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sér um vöktun vallarins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert