Sakaðir um veiðiþjófnað

Hraunsfjörður á Snæfellsnesi, við Berserkjahraun.
Hraunsfjörður á Snæfellsnesi, við Berserkjahraun. Mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Þrjú net hafa verið gerð upptæk í Hraunsfirði á Snæfellsnesi í sumar. Sést hefur til manna við ádráttaveiði á hrygningarstöðvum laxsins.

Stangveiðifélag Reykjavíkur segir á heimasíðu sinni að sést hafi síðla sumars til óprúttina manna við ólöglega iðju í Hraunsfirði á Snæfellsnesi.

Hafi þeir verið að leggja net með bökkunum og jafnvel að stunda ádráttaveiði við botn fjarðarins þar sem hrygningarstöðvar laxfiska sé að finna.

Nú þegar hafi þrjú net verið gerð upptæk og hafði þeim verið haganlega komið fyrir í hrauni með bökkunum.

Þá segir á síðu SVFR að svo virðist sem að lítill hópur manna af Snæfellsnesi fari fram með þessum hætti og stundi sjálftöku í firðinum í formi netaveiði og hundsi öll lög og reglur, svo og rétt þeirra sem veiðiréttinn leigja.

Stangveiðimenn eru hvattir til þess að tilkynna til SVFR verði þeir varir við slíka iðju, og ekki væri úr vegi að taka niður bílnúmer þessara óprúttnu aðila sé að þeim komið.

Þá segir að Stangaveiðifélag Reykjavíkur sem sé leigutaki veiðiréttar í Hraunsfirði muni óhikað leggja fram kæru til lögreglu verði menn uppvísir að slíkum veiðiþjófnaði í firðinum.

Heimasíða SVFR.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert