Dvalarleyfi gæti komið innan nokkurra daga

Mark Cumara.
Mark Cumara.

„Það hefur aldrei staðið til að brottvísa þessum manni. Það eru ósannindi,“ sagði Haukur Guðmundsson, forstjóri Útlendingastofnunar, þegar hann var spurður um mál Filippseyingsins Mark Cumara.

„Þessi maður hefur dvalið hér ólöglega í tæp þrjú ár. Þegar það kom í ljós og hann sótti um dvalarleyfi var honum sent staðlað bréf,“ sagði Haukur. Í bréfinu var Mark m.a. bent á að samkvæmt almennum reglum gæti hann ekki fengið umsókn sína afgreidda á meðan hann dveldi hér ólöglega.

Haukur sagði að umboðsmaður mannsins hafi haft samband við Útlendingastofnun á föstudaginn var [5. september]. Þá fékk hann leiðbeiningar um að hægt væri að sækja um undanþágu frá þessari reglu á grundvelli sérstakra aðstæðna. Hann gerði það með tölvupósti sama dag.

„Útlendingastofnun náði að afgreiða mál þessa manns á föstudaginn þannig að umboðsmanni hans var tjáð að hann gæti dvalið hér á meðan umsókn hans yrði tekin til afgreiðslu. Það hefur aldrei staðið til að brottvísa þessum manni,“ sagði Haukur.

Haukur sagði að umsókn Mark Cumara væri nú í vinnslu. Ef fullnægjandi gögn lægju fyrir og allt reyndist í lagi mætti búast við að fallist yrði á útgáfu dvalarleyfisins innan nokkurra daga. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert