Upprunamerki byggt á íslenska fánanum

Bændur vilja merkja búvörur með fánamerki.
Bændur vilja merkja búvörur með fánamerki.

Bændasamtök Íslands hafa sótt um leyfi forsætisráðuneytisins til þess að nota merki byggt á íslenska fánanum til þess að auðkenna íslenskar landbúnaðarvörur á innlendum smásölumarkaði. 

Bændasamtökin sendu umsókn þessa efnis til forsætisráðuneytisins 12. ágúst síðastliðinn. Þar var falast eftir leyfi til þess að nota íslenska fánann til að búa til sérstakt merki á íslenskar landbúnaðarvörur. Þannig eiga neytendur að geta séð á vörunni hvort hún er unnin úr innlendum hráefnum.

Í frétt á vef Bændablaðsins er vitnað í Sigurð Eyþórsson, framkvæmdastjóra Landssamtaka sauðfjárbænda, en hann er verkefnisstjóri hjá Bændasamtökunum Íslands í því sem snýr að merkingum á íslenskum búvörum.  Hann segir að garðyrkjubændur hafi hafnað því að leyfi fengist til að nota fánaröndina þeirra og því hafi verið leitað annarra leiða.

Ekki hafa enn borist nein viðbrögð frá ráðuneytinu vegna umsóknarinnar að sögn Bændablaðsins.

Frétt á vef Bændablaðsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert