Íbúðalánasjóður stendur

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/G. Rúnar

Engar stórbreytingar eru áætlaðar á Íbúðalánasjóði, sagði Guðbjartur Hannesson, formaður félags- og tryggingamálanefndar, á Alþingi í dag.

Birkir J. Jónsson, þingmaður Framsóknarflokks, spurði Guðbjart út í stöðu sjóðsins og var ósáttur við að ráðherrar í ríkisstjórn töluðu í kross þegar kæmi að Íbúðalánasjóði, eins og svo mörgum öðrum málum, s.s. utanríkismálum og umhverfismálum.

Guðbjartur sagði ekki hafa heyrt neinar útgáfur frá ríkisstjórninni um Íbúðalánasjóð aðrar en að koma til móts við kröfur ESA og skilja milli félagslegra og almennra lána innan Íbúðalánasjóðs. Þá tók Guðbjartur undir með Birki um að standa þyrfti vörð um sjóðinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert