Gögn sögð sýna samráð um uppsagnir

Frá fundi ljósmæðra í vikunni.
Frá fundi ljósmæðra í vikunni. mbl.is/Árni Sæberg

Fjármálaráðuneytið telur sig hafa undir höndum gögn, svo sem tölvupósta, sem sýni að ljósmæður hafi verið hvattar til uppsagna. Gunnar Björnsson, skrifstofustjóri starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins, sagði í fréttum Útvarps, að eftir félagsfund ljósmæðra í júní hafi borist mörg uppsagnarbréf og greinilegt sé að tengsl séu þar á milli.

Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélagsins, sagði við mbl.is í gærkvöldi, að megnið af uppsögnunum komu í kjölfar mikils hitafundar í lok júní þar sem Gunnar Björnsson, sem einnig er  formaður samninganefndar ríkisins, var inntur eftir því hvort afstaða hans til krafna ljósmæðra við launaleiðréttingu hefði breyst við að heyra kröfurnar.

„Þá sagði hann að afstaða samninganefndar ríkisins hefði ekki breyst síðan 1962. Þar höfum við loksins skýringu á því hvað fulltrúar fjármálaráðuneytisins með eðli starfa en ekki menntun en það er það sem hann vill launa fyrir og það gildismat er síðan 1962 og ef þetta gerir ekki hverja manneskju brjálaða sem heldur virkilega að öll kvenna- og jafnréttisbarátta síðastliðin 50 ár hafi verið til einhvers, þá veit ég ekki hvað,"sagði Guðlaug.

Fjármálaráðuneytið hefur  stefnt félaginu fyrir félagsdóm og telur uppsagnir ljósmæðra vera ólögmætar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert