Stærsta verkefnið að ná niður verðbólgu

Geir H. Haarde í ræðustóli í Valhöll. Fundarstjóri var Fanney …
Geir H. Haarde í ræðustóli í Valhöll. Fundarstjóri var Fanney Birna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Heimdallar. mbl.is/Árni Sæberg

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði á opnum fundi í Valhöll í dag, að stærsta verkefnið um þessar mundir sé að ná verðbólgunni niður, hún væri óvinur heimilanna númer eitt og gerði fyrirtækjunum erfitt fyrir.

Geir sagði, að nýjar tölur frá Hagstofunni um hagvöxt sýndu, að Íslendingar væru  ekki að upplifa þann samdrátt í efnahagskerfinu, sem menn spáðu. Samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum væri það kreppa þegar hagvöxtur væri neikvæður í tvo ársfjórðunga.  „Samkvæmt þessu er ekki rétt að
tala um kreppu hér á landi," sagði Geir. 

Hann sagði, að upplifun almennings byggðist þó ekki á alþjóðlegum hagfræðiskilgreiningum heldur því hvernig verðlag og verðbólga hafi þróast. Geir sagði, að r íkisstjórnin hefði lagt mikla áherslu á að ná niður verðbólgunni og flestum bæri saman um að hún muni lækka hratt með haustinu. Hins vegar yrði mótvindur áfram.

Geir sagði, að Íslendingar hefðu á undanförnum árum fjárfest í þekkingu og breyttri þjóðfélagsskipun og það væri besta fjárfesting sem völ sé á. Þá hefði verðmætasköpun í íslensku samfélagi aldrei verið meiri en nú um stundir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert