Bankamenn funduðu í alla nótt

Stjórnendur Glitnis sátu á fundum í höfuðstöðvum bankans á Kirkjusandi í alla nótt að sögn fréttastofu Ríkisútvarpsins í morgun. Eins sátu stjórnendur Stoða á fundum í húsnæði fyrirtækisins í Síðumúla í nótt. Stoðir eru stærsti hluthafi Glitnis.

Talið er að von sé á tíðindum áður en markaðir opna í dag.

Einn heimildarmaður fréttastofu RÚV sagði að á fundinum í Seðlabankanum í gærkvöldi hafi verið rætt um kreppu á bankamarkaði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert