Innkölluðu vörurnar seldar í Asíu og Ástralíu

Súkkulaði sem selt er hér inniheldur ekki mengaða mjólk.
Súkkulaði sem selt er hér inniheldur ekki mengaða mjólk. ALESSIA PIERDOMENICO

Sælgæti Cadbury sem selt er á Íslandi inniheldur ekki melamín-mengaða mjólk frá Kína, samkvæmt fréttatilkynningu frá Nóa Síríus. Fyrirtækið hefur umboð fyrir Cadbury hér á landi. Tilkynningin er svohljóðandi:

„Greint var frá því í gær að Cadbury sælgætisframleiðandinn hafi 
innkallað ákveðnar vörur sem framleiddar eru í Kína vegna hættu á að 
þær kunni að innihalda melamín-mengaða mjólk. Þeir ellefu vöruflokkar 
sem voru innkallaðir eru eingöngu seldir í Kína, Taívan, Hong Kong og 
Ástralíu. Enginn þeirra er seldur á Íslandi.

Nói Síríus er umboðsaðili fyrir Cadbury á Íslandi. Rétt er að taka fram að allt rjómasúkkulaði sem framleitt er af Nóa Síríus er framleitt úr 
íslenskri hágæðamjólk og inniheldur þess vegna ekki umrætt efni.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert