Vinnumál fatlaðra til Vinnumálastofnunar

Á vettvangi félags- og tryggingamálaráðuneytisins er nú unnið að því að færa umsjón með vinnumálum  fatlaðra, sem rekin hefur verið af svæðisskrifstofum og öðrum þjónustuaðilum, til Vinnumálastofnunar.

Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra, sagði á ráðstefnu um helgina að gert væri ráð fyrir að breytingin gæti átt sér stað um næstu áramót.

Í ávarpi sínu fjallaði ráðherra einnig um mikilvægi þess að opin umræða færi fram um kosti og galla notendastýrðrar þjónustu og lagði áherslu á að Íslendingar lærðu af reynslu nágrannaþjóðanna þegar næstu skref í þróun þjónustunnar yrðu tekin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert