Verslunarmenn vænta vöruskorts

Fyrst mun gæta skorts á ferskvöru á borð við ávexti.
Fyrst mun gæta skorts á ferskvöru á borð við ávexti. mbl.is/Halldór Kolbeins

„Það kemur mjög fljótlega til vöruvöntunar á ferskvörum á borð við ávexti og grænmeti. Þetta er bara staðan eins og hún er," sagði Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka Verslunar og þjónustu í samtali við mbl.is

„Við höfum dæmi um það að stórfyrirtæki hafi ekki fengið gjaldeyrisfyrirgreiðslu í neinum af viðskiptabönkunum bæði í dag og í gær," sagði Andrés og bætti því við að eftir lengri tíma mætti vænta þess að vöruskorts færi að gæta í þurrvöru.

Erlendir birgjar krefjast staðgreiðslu

„Ég heyrði þó nokkur dæmi þess í morgun að erlendir birgjar krefjast staðgreiðslu og íslenskum viðskiptavinum er neitað um fyrirgreiðslu," sagði Andrés.

„Ég hef ekki heyrt það beint en það er komið í umræðuna," sagði Andrés er hann var spurður um það hvort kaupmenn hefðu áætlanir um vöruskömmtun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert