Dræm þátttaka í Göngum til góðs

Illa  gekk að fá sjálfboðaliða til að taka þátt í landssöfnun Rauða krossins Göngum til góðs, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum Rauða krossins hafði einungis verið gengið í um helming húsa í Reykjavík og stærstu nágrannasveitarfélögunum um klukkan fimm í dag. Söfnunin hefur hins vegar gengið vel á landsbyggðinni og hafa um 1000 manns gengið til góðs á landinu öllu.

Árið 2006 tóku hins vegar 2600 sjálfboðaliðar þátt í sambærilegu átaki.

Þeim sem vilja taka þátt í söfnuninni en hafa ekki fengið heimsókn frá sjálfboðaliðum Rauða krossins er bent á að hringja í söfnunarsíma Rauða krossins 903 1010, 903 3030 og 903 5050. Við það dragast frá kr. 1000, kr. 3000 eða kr. 5000 frá næsta símreikningi.

Söfnunarsímarnir verða opnir út næstu viku en söfnunarstöðvum verður lokað um allt land klukkan sex í kvöld.  Gert er ráð fyrir að búið verði að telja upp úr söfnunarbaukum í Reykjavík upp úr miðnætti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert