„Hér hreyfist ekki neitt"

Ólafur Ísleifsson
Ólafur Ísleifsson

Ólafur Ísleifsson hagfræðingur segir ómögulegt að segja til um það á þessari stundu hvers vænta megi varðandi hagvöxt á næstunni.

„Við erum í hvirfilbylnum miðjum og aðgerðir til endurreisnar  eru ekki einu sinni hafnar,” sagði hann í samtali við blaðamann mbl.is í morgun. „Allar spár á þessum tíma einkennast því af mikilli óvissu. Nýlegar tölur frá Hagstofunni sýna hins vegar ágætan hagvöxt á fyrri hluta ársins og það bendir til þess að undirliggjandi framleiðslustoðir samfélagsins séu í góðum gír. Síðan þá hefur auðvitað margt gerst.” 

Ólafur segir íslensk stjórnvöld ekki hafa gert margt til að greiða götu fyrirtækjanna. Þannig hafi stýrivextir til dæmis ekki enn verið lækkaðir. „Það er nú þannig sem tekið hefur verið á þessu hér,” sagði hann.

„Það sem er brýnast núna er að stjórnvöld komi til móts við fyrirtækin og heimilin og sjái þeim fyrir nægu lausafé. Allt í kring um okkur hafa seðlabankar lækkað stýrivexti en hér hreyfist ekki neitt. Þetta er miður. Því þörfin á vaxtalækkun er brýn.”

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert