Þremur verslunum Nordic Sea lokað

Stjórnendur Nordic Sea sem starfrækja verslanir Fiskisögu og Gallerí Kjöts hafa ákveðið að loka þremur verslunum. Þar á meðal er verslun Fiskisögu við Ægisbraut á Akranesi. Seinasti opnunardagur á Akranesi, er í dag föstudag. Þetta var eina fiskbúðin sem eftir var í öllu Norðvesturkjördæmi, en þær eru nú æði fáar eftir á landsbyggðinni, að því er fram kemur á vef Skessuhorns.

Hinar tvær verslanirnar sem lokað verður eru að Búðarkór 1 í Kópavogi og Tjarnarvöllum 15  í Hafnarfirði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert