Í hámarki í byggð um miðnætti

Horft heim að Skaftárdal. Skaftá er mjög gruggug og illúðleg.
Horft heim að Skaftárdal. Skaftá er mjög gruggug og illúðleg. Jónas Erlendsson

Hlaupið í Skaftá er tekið að sjatna, að sögn Odds Sigurðssonar jarðfræðings hjá Vatnamælingum. Oddur sagði að margir jakar væru strandaðir við ofanverða Skaftá svo greinilega sé að minnka í hlaupinu.

Samkvæmt rennslismæli Vatnamælinga við Sveinstind var rennsli árinnar um 1.300 rúmmetrar á sekúndu klukkan 14.00 í dag. Þegar rennslið var mest náði það 1.350 rúmmetrum á sekúndu.

„Það er greinilegt að það minnkar upp við jökul og er hætt að renna úr sumum þeim útföllum sem rann úr í gær og í nótt,“ sagði Oddur, sem flaug yfir hlaupsvæðið í dag. Hann taldi að hlaupið nái hámarki í byggð nálægt miðnætti í kvöld. Oddur taldi ekki að sérstök hætta stafi af hlaupinu í byggð.

„Þetta er ekki stærra hlaup heldur en hefur komið áður. Vegagerðin veit alveg við hverju má búast. Þetta er ekki það versta sem hefur komið,“ sagði Oddur. Starfsmenn Vatnamælinga fylgjast áfram með framgangi hlaupsins í dag.

Jónas Erlendsson, fréttaritari Morgunblaðsins, fór að Skaftá í dag. Hann sagði að áin væri mjög gruggug. „Þetta er miklu, miklu meira en var í sumar,“ sagði Jónas um hlaupið.

Mæling rennslismælis Vatnamælinga við Sveinstind.
Mæling rennslismælis Vatnamælinga við Sveinstind. Vatnamælingar
Reiknað er með að hlaupið nái hámarki í byggð um …
Reiknað er með að hlaupið nái hámarki í byggð um miðnætti. Horft er heim að Ásum. Jónas Erlendsson
Vegurinn inn í Svínadal er farinn undir vatn við brúna.
Vegurinn inn í Svínadal er farinn undir vatn við brúna. Jónas Erlendsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert