Ráðherrar funda um stöðuna

Ráðherrar hittust á fundi í stjórnarráðinu.
Ráðherrar hittust á fundi í stjórnarráðinu. Jim Smart

Ráðherrar í ríkisstjórninni sem mætt hefur mest á vegna aðgerða í efnahagsmálum að undanförnu funduðu í stjórnarráðinu fyrr í dag. Samkvæmt heimildum mbl.is var farið almennt yfir stöðu mála hér á landi auk þess sem hugsanleg aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var til umræðu.

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra, Árni M. Mathiessen fjármálaráðherra og Geir H. Haarde forsætisráðherra sátu fundinn sem fram fór í stjórnarráðinu.

Engar fréttar hafa borist af því að búið sé að óska eftir láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Greint var frá því í fréttum Ríkisútvarpsins fyrr í dag að búist væri við því að óskað yrði eftir aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um helgina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert