Ráðherrar funda á ný

Ráðherrar ganga af fyrri fundinum í dag.
Ráðherrar ganga af fyrri fundinum í dag. Árni Sæberg

Eftir að fundi Samfylkingarinnar lauk í dag fóru þrír ráðherrar úr hvorum stjórnarflokki aftur á fund sem nú stendur yfir í Ráðherrabústaðnum. Þetta er því annar fundur ráðherranna í dag.

Fundinn sitja Geir H. Haarde, forsætisráðherra, Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. Friðrik Már Baldursson, hagfræðingur hjá Háskólanum í Reykjavík hefur bæst í hóp fundarmanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert