Vonast til að geta haldið áfram að gera gagn

Friðrik Sophusson ætlar að halda áfram sem forstjóri Landsvirkjunar.
Friðrik Sophusson ætlar að halda áfram sem forstjóri Landsvirkjunar. Ásdís Ásgeirsdóttir

„Þetta var vissulega ekki það sem ég stefndi að en þegar svo eindregin ósk kom frá stjórn félagsins fannst mér nauðsynlegt að endurskoða fyrri afstöðu,“ segir Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, sem ákveðið hefur að halda áfram sem forstjóri þrátt fyrir áform um að hætta. Friðrik ætlaði sér að hætta störfum sem forstjóri í þessum mánuði.

Hann segist hafa tekið þessa ákvörðun eftir að hafa rætt við fjölskyldu sína. „Ég tók þessa ákvörðun í samráði við fjölskyldu mína sem býr erlendis. Það er erfitt að hlaupast frá verkum eins og staða efnahagsmála er núna. Ég vonast til þess að geta áfram gert eitthvað gagn í hópi frábærra starfsmanna Landsvirkjunar. Ég vil einnig þakka stjórn Landsvirkjunar fyrir að sýna mér þetta traust við erfiðar aðstæður sem framundan eru,“ segir Friðrik.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert