Útilaugin inn á skipulag

mbl.is

Gert verður ráð fyrir lóð undir útilaug við Sundhöll Reykjavíkur samkvæmt samþykkt skipulagsráðs Reykjavíkur sl. miðvikudag. Formaður skipulagsráðs segir ekki verið að ákvarða með þessu hvort Reykjavíkurborg muni ráðast í uppbyggingu sundhallarinnar á næstu misserum heldur sé verið að halda þeim möguleika opnum.

Að sögn Júlíusar Vífils Ingvarssonar, formanns skipulagsráðs, var ákvörðunin tekin í tengslum við deiliskipulagsvinnu Heilsuverndarstöðvarreitsins við Barónsstíg. „Þarna eru óskir uppi um nýja byggingu milli Domus Medica og Heilsuverndarstöðvarinnar og við viljum því skoða þennan reit í heild sinni.“

Hann segir að ekki sé með þessu verið að ákveða að ráðast í bygginguna heldur halda þeim möguleika opnum að af henni geti orðið. Þrátt fyrir að útlit sé fyrir samdráttarskeið sé nauðsynlegt að undirbúa jarðveginn fyrir uppbyggingu að því loknu. „Okkar skyldur sem sveitarfélags eru ekki aðeins að sýna sparnað og aðhaldssemi heldur einnig að örva hjól atvinnulífsins eins og okkur er fært.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert