Víkurskarð enn ófært

Beðið neðan við Víkurskarð Eyjafjarðarmegin.
Beðið neðan við Víkurskarð Eyjafjarðarmegin. Skapti Hallgrímsson

Vegagerðinni gengur illa að ryðja Víkurskarð og tefst sú vinna vegna veðurs og fjölda bíla sem sitja fastri í skarðinu síðan í nótt. „Það komu í ljós fimm fólksbílar fyrir ofan flutningabílana sem við vorum að losa," sagði Stefán Þengilsson hjá Vegagerðinni í samtali við mbl.is.

Stefán sagði að unnið væri nú að breikka bilið sem búið er að ryðja en það starf mun sækjast seint sökum slæms skyggnis.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert