0-4% lægri ávöxtun

Áætluð lækkun á ávöxtun fjárfestingarleiða Frjálsa lífeyrissjóðsins vegna gengisfalls hlutabréfa viðskiptabankanna þriggja og stærð leiðanna 3. október sl. er um 0-4%, mismunandi eftir fjárfestingarleiðum.

Ekki liggur ljóst fyrir hvort eða hve mikið af skuldabréfum bankanna í eigu sjóðsins tapast en unnið er hörðum höndum að því að gæta hagsmuna sjóðsins.

Þetta kemur m.a. fram á heimasíðu Kaupþings í gær, en Frjálsi lífeyrissjóðurinn er vistaður hjá Kaupþingi.

Þá kemur fram að ætluð lækkun á ávöxtun fjárfestingarleiða Lífeyrisauka 1-4/Vista 1-4 vegna væntanlegs gengisfalls hlutabréfa viðskiptabankanna þriggja og stærð leiðanna 3. október sl. er um 1-6%, mismunandi eftir fjárfestingarleiðum. Ávöxtun Lífeyrisauka 5/Vista 5 lækkar ekki.

Á heimasíðunni kemur fram að sjóðfélagar þurfi ekki að óttast að iðgjöld sem hafa verið greidd frá og með 6. október sl. og iðgjöld sem berast sjóðnum framvegis tapist eða lækki í verði vegna væntanlegs gengisfalls verðbréfa Glitnis, Landsbankans og Kaupþings. Iðgjöld fari nú tímabundið inn á innlánsreikninga, sem ríkið hefur ábyrgst.

Sjóðfélagar eru hvattir til þess að halda áfram að leggja fyrir í viðbótarlífeyrissparnaði hafi þeir svigrúm til þess og njóta þar með 2% mótframlags launagreiðanda skv. kjarasamningi.

Einnig er mögulegt að lækka framlagið úr 4% í 2% af launum og fá áfram mótframlag launagreiðanda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert