Reyna að afstýra stórtjóni

Björgunarsveitarmenn að störfum í Hafnarfjarðarhöfn
Björgunarsveitarmenn að störfum í Hafnarfjarðarhöfn Morgunblaðið/Frikki

Björgunarsveitarmenn voru áðan kallaðir að smábátabryggju við höfnina í Hafnarfirði. Annar endi flotbryggju hafði losnað og hætta á að hún rækist í nálæga flotbryggju. Bátar og bílar eru notaðir til að reyna að draga hana að landi en margir smábátar liggja við hana og tjón gæti orðið mikið. 

Þá er togari að losna frá bryggju í Kópavogshöfn. Auk þessa fjúka lausar plötur, stór plaströr og fleira í Hafnarfirði og Kópavogi.

Óveður er einnig mikið á Suðurnesjum. Björgunarsveitin Ægir í Garði hefur verið að eltast við fjúkandi þakjárn í allt kvöld. Skæðadrífa af þakplötum var í nágrenni Garðskagavita og þak á íbúðarhúsi sem var að losna var bundið niður. Hefur björgunarsveitin verið með allan sinn mannskap að störfum í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert