Danskur bæjarstjóri reynir að hjálpa

Bæjarstjórinn í Horsens í Danmörku, Jan Trøjborg, hefur ritað dönsku stjórninni bréf og beðið hana um að greiða götu Íslendinga sem eru í vandræðum.

„Hér hafa í gegnum tíðina margir Íslendingar verið við nám og höfum við fagnað því. Íslenskir námsmenn komu á minn fund og kváðust ekki geta skipt peningum í bönkum. Það setur þá í vonlausa stöðu því að þá geta þeir hvorki greitt húsaleigu né nauðsynjar. Þess vegna hef ég ritað stjórnvöldum og öðrum bréf og beðið um að reynt verði að leysa þennan vanda,“ sagði bæjarstjórinn í viðtali við Morgunblaðið í gær.

Anna Guðný Andersen, gjaldkeri Íslendingafélagsins í Horsens, segir um 300 Íslendinga við nám í bænum. „Leigufélög hafa sent Íslendingum bréf og tilkynnt þeim að greiði þeir ekki leigu innan ákveðins tíma verði þeim hent út. Sum gáfu nokkurra daga frest þrátt fyrir þriggja mánaða uppsagnarfrest. Bæjarstjórinn ætlaði að biðja menn um að sýna biðlund.“

Að sögn Önnu Guðnýjar eru einhverjir Íslendingar á leið heim vegna kreppunnar. Sjálf ætlar hún að þrauka þótt húsaleiga og annað hafi tvöfaldast í verði frá því í fyrra vegna gengisfallsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert