Tvö alvarleg slys

TF-EIR sótti manninn
TF-EIR sótti manninn

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-EIR, sótti rétt í þessu rjúpnaskyttu, sem slasaðist í Hnappadalnum fyrir skömmu. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi er maðurinn töluvert slasaður og líklega fótbrotinn. Hann rann niður snjóskafl í hlíð við bæinn Hafursstaði, með þessum afleiðingum. Mjög erfið aðkoma var að slysstaðnum og því var brugðið til þess ráðs að fá fulltingi þyrlunnar.

Björgunarsveitin Elliði í Staðarsveit kom fyrst á vettvang til að sækja rjúpnaskyttuna og hafði þá í för með sér lækni.

Þá varð annað slys í Svínadal, þar sem 10 ára gamall drengur, sem var á veiðum með fullorðnum einstaklingi, féll fram af klettabrún, í grjót og slasaðist töluvert. Talið er að fallið hafi verið um 8-10 m. Björgunarsveitin Ársól fór á staðinn og sótti drenginn, sem var með takmarkaða meðvitund og kom honum í sjúkrabíl. Farið var með hann til Egilsstaða og þaðan var hann sendur með sjúkraflugi til Reykjavíkur.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert