Höfuðborgarbúar leita vestur

Frá Ísafirði
Frá Ísafirði Ómar Óskarsson

Íbúar á suðvesturhorninu leita nú í auknum mæli eftir leikskólaplássi í Ísafjarðarbæ samkvæmt fréttavef Bæjarins besta. Þykir þetta benda til þess að fleiri íbúar á höfuðborgarsvæðinu en áður séu nú að skoða það að flytja út á land, að sögn Margrétar Geirsdóttur, forstöðumanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.

Einnig kemur fram að á Ísafirði hefur fjölgað óskum um aðstoð sálfræðings, sem kemur frá Reykjavík á tveggja vikna fresti til að sinna íbúum bæjarfélagsins. Sálfræðingurinn hefur m.a. sinnt áfallahjálp hjá Rauða krossinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert