Hugsanlegt brot gegn hegningarlögum

Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota hjá ríkislögreglustjóra, segir það kunna að brjóta í bága við almenn hegningarlög að skuldir starfsmanna Kaupþings, vegna hlutabréfakaupa í bankanum, voru afskrifaðar. Brotið varði allt að sex ára fangelsi.

Helgi Magnús sagði í fréttum Útvarpsins,  að starfsmennirnir gætu verið sekir um skilasvik með því að rýra svo veðin, sem bankinn átti í skuld þeirra, að það skerði rétt annarra lánadrottna til þess að fá fullnustu krafna sinna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert