Árs fangelsi fyrir manndráp af gáleysi

Frá slysstað á Sandskeiði í desember 2006.
Frá slysstað á Sandskeiði í desember 2006. mbl.is/Júlíus

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness um að 24 ára gamall karlmaður sæti 12 mánaða fangelsi fyrir vítavert gáleysi við akstur. Maðurinn olli umferðarslysi á Suðurlandsvegi í desember árið 2006 þar sem þrítugur karlmaður og 5 ára gömul stúlka létu lífið og faðir stúlkunnar og átta ára gamall bróðir slösuðust alvarlega.

Maðurinn var einnig sviptur ökuréttindum í fjögur ár. Hæstiréttur var sammála héraðsdómi um að ekki væri hægt að skilorðsbinda dóminn en ungi maðurinn hefur í alls 9 skipti verið staðinn að hraðakstri eftir að hann olli slysinu.

Hæstiréttur vísaði til forsendna héraðsdóms sem taldi  sannað með vitnisburði tveggja vitna, að maðurinn hefði ætlað sér að aka fram úr vörubifreið og í því skyni ekið yfir á rangan vegarhelming. Var akstur mannsins talinn gáleysislegur og vítaverður miðað við þær aðstæður sem á vettvangi voru.

Maðurinn ætlaði sér að taka fram úr vörubíl í Draugahlíðarbrekkunni. Bílstjóri vörubifreiðarinnar lýsti atvikinu svo í dómi héraðsdóms: „Segir [bílstjórinn] að hann hefði séð strax að það væri ekki séns að mætast þarna. Þá hefði hann séð að ökumaður á [bíl ákærða] beygði ákveðið til vinstri og greinilega ætlað að stefna út af veginum, sennilega til að reyna að koma í veg fyrir árekstur. Hefði vinstra framhorn verið komið um meter út fyrir veginn er árekstur varð. Hefði hann séð hægra framhorn bílanna skella saman."

Í bílnum sem kom úr gangstæðri átt var faðir með tvö börn sín. Stúlka fædd árið 2001 lét lífið og drengur fæddur 1998 hlaut brot á lendhryggjarlið og lömun á fótum. Ökumaðurinn og faðir barnanna rifbrotnaði og marðist á brjóstkassa, kviðvegg og hné. Farþegi í bíl með unga manninum  lést einnig.

Sá bifreiðina koma á móti

Maðurinn skýrði svo frá fyrir dómi að hann ekið á eftir vörubifreið, slabb hafi verið á veginum og gusast frá vörubifreiðinni og upp á framrúðuna. Hann hafi lítið séð út. Vegna þessara aðstæðna hafi hafi það skyndilega gerst að bifreiðin hafi ekki látið að stjórn, hún hafi sveigst til vinstri og yfir á hina akreinina.

Maðurinn sagðist hafa séð bíl koma á móti en átt erfitt með að meta fjarlægðina þar sem aðeins eitt framhljós hennar logaði. Ekki hafi tekist að koma í veg fyrir árekstur. Í árekstrinum úlnliðsbrotnaði hann og skrámaðist í andliti.

Í vettvangsskýrslu lögreglunnar kemur fram að vegurinn hafi verið blautur en engin hálka merkjanleg. Það var skýjað en veður milt og vindur hægur. Við málarekstur kom einnig fram að bíl mannsins hafi verið ekið á í það minnsta 110 km hraða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fundur flugvirkja og SA hafinn

16:12 Fundur Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst núna klukkan fjögur hjá ríkissáttasemjara.   Meira »

Teygði anga sína til Íslands

16:10 Fimm einstaklingar voru handteknir hér á landi í tengslum við viðamikla alþjóðlega rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi sem teygði sig til Íslands. Þar af voru þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Ætluð brot snúa að innflutningi og framleiðslu á fíkniefnum, peningaþvætti og fjársvikum. Meira »

Álag á bráðadeild vegna hálkuslysa

16:00 Mikið álag hefur verið á starfsfólki bráðadeilda Landspítalans undanfarna daga vegna hálku. Fljúgandi hálka er einnig á Akureyri en þar er ástandið engu að síður betra. Tveir voru þó fluttir á slysadeildina á Akureyri í morgun með áverka á höfði eftir hálkuslys. Meira »

Erfitt ástand og snertir marga illa

15:49 Flestir þeirra sem voru strandaglópar hér á landi í gær komust í flug í dag að sögn Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Vandinn er þó ekkert leystur með því, af því að á meðan að ekki er verið að fljúga nema lítinn hluta af venjulegri áætlun þá eru fjölmargir sem eru í vandræðum.“ Meira »

Píratar vilja enn borgaralaun

15:28 Píratar hafa lagt fram þingsályktun um um skilyrðislausa grunnframfærslu, öðru nafni borgaralaun. Fyrsti flutningsmaður er Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, en aðrir þingmenn flokksins eru meðflutningsmenn. Meira »

Fólki fjölgar í röðinni

15:05 Fólki fer nú fjölgandi í röðinni við söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugfelli. Þetta segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við mbl.is. Söluskrifstofan opnaði klukkan 05:30 í morgun og þá hafi um 100-150 manns verið í röð. Meira »

Viðamikil alþjóðleg lögregluaðgerð

14:31 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og embætti tollstjóra hafa boðað til blaðamannafundar í kl. 16 í dag, en tilefnið er viðamikil, alþjóðleg lögregluaðgerð. Meira »

Fjárlagavinnan gengur vel

14:44 „Þetta er allt á áætlun. Við erum bara í gestakomum og verður langt fram á kvöld í því og á morgun og stefnum á að fara inn í þingið aftur samkvæmt starfsáætlun 22. desember. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir það held ég.“ Meira »

Flugferðum ekki fjölgað hjá WOW air

14:26 WOW air ætlar ekki að fjölga flugferðum hjá sér vegna verkfalls flugvirkja hjá Icelandair.  Meira »

Dæmt til að greiða 52 milljónir

14:24 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Vaðlaheiðargöng hf. til þess að greiða verktakafyrrtækinu Ósafli tæplega 52 milljónir króna í deilu um það hvor aðili eigi að njóta lækkunar virðisaukaskatts í byrjun árs 2015. Meira »

Flugvirkjar funda klukkan fjögur

14:21 Nýr fundur í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hefur verið boðaður klukkan 16 í dag. Meira »

Atvinnuflugmenn styðja flugvirkja

13:14 Félag íslenskra atvinnuflugmanna, FÍA, hefur lýst yfir stuðningi við Flugvirkjafélag Íslands í kjaradeilu þess við Icelandair. Meira »

Telur Icelandair stóla á lagasetningu

13:10 „Þetta lyktar svolítið af því að þeir séu farnir að stóla á lagasetningu,“ segir Gunnar R. Jónsson, formaður samninganefndar flugvirkja, um Icelandair. Meira »

Fara fram á lögbann á afhendingu gagna

12:11 Fyrirtækið Lagardère Travel Retail, sem rekur fimm veitingastaði á Keflavíkurflugvelli, hefur farið fram á að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu setji lögbann á afhendingu Isavia á gögnum í tengslum við forval um leigu á aðstöðu undir verslunar- og veitingarekstur í flugstöðinni árið 2014. Meira »

Styrkumsóknirnar aldrei áður svo margar

11:31 Miðstöð íslenskra bókmennta bárust 30% fleiri umsóknir um styrki til þýðinga á íslensku í ár en í fyrra.  Meira »

Röðin minnkað frá því í morgun

12:39 Röðin fyrir utan söluskrifstofu Icelandair við innritunarborðin í flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur minnkað mikið frá því snemma í morgun. Meira »

MAST undirbýr aðgerðir vegna riðu

12:05 Riðuveiki, sem hefur verið staðfest á búi í Svarfaðardal, er fyrsta tilfellið sem greinist á Norðurlandi eystra síðan 2009 en þá greindist riðuveiki á bænum Dæli í Svarfaðardal. Matvælastofnun vinnur nú að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða. Meira »

Krafan komin „verulega frá“ 20%

11:25 Formaður Flugvirkjafélags Íslands segir kröfu um 20% launahækkun flugvirkja hjá Icelandair hafa kannski verið lagða fram „á einhverjum tímapunkti fyrir langalöngu“. „Hún hljóðaði einhvers staðar þar um kring en hún er komin verulega frá því,“ segir Óskar Einarsson. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Íslensk fornrit og Saga Íslands
Íslensk fornrit til sölu, Íslendingasögur og Landnáma, bindi 1-12 og 14. Saga ...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
 
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...
Álagning vanrækslugjalds
Nauðungarsala
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Auglýsin...
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...