Bréfakaup ákveðin af bönkum

mbl.is

Stjórnvöld segja að uppkaup á skuldabréfum í peningamarkaðssjóðum Landsbankans, Glitnis og Kaupþings hafi verið ákvörðun bankanna sjálfra, ekki stjórnvalda.

Samkvæmt gögnum sem Morgunblaðið hefur undir höndum og voru unnin fyrir viðskiptaráðuneytið, Fjármálaeftirlitið (FME) og skilanefndir bankanna var samanlagt verðmæti bankabréfa og annarra skulda- og verðbréfa í peningamarkaðssjóðum ríkisbankanna þriggja um 180 milljarðar króna. Landsbankinn hefur auk þess greitt úr fjórum öðrum peningamarkaðssjóðum sem voru í erlendum gjaldeyri.

Heimildir Morgunblaðsins herma því að bankarnir hafi keypt bréf fyrir um 200 milljarða króna úr peningamarkaðssjóðunum. Þegar nýir bankar voru stofnaðir um innlendan rekstur Landsbanka, Glitnis og Kaupþings lagði íslenska ríkið þeim til eigið fé sem samtals var 385 milljarðar króna.

Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, segist hafa komið að málum peningamarkaðssjóðanna þegar allt leit út fyrir að það þyrfti beint ríkisframlag í sjóðina vegna slæmrar stöðu þeirra. Síðar hafi komið í ljós að staða þeirra hafi verið betri en óttast var og því hafi bein aðkoma ríkisins ekki reynst nauðsynleg. Í kjölfarið hafi hver banki fyrir sig fengið að ákveða hvernig mál sjóðanna yrðu leyst. „Þetta eru viðskipti milli sjóðanna og eigenda þeirra. Við vitum ekki um neinn sem hefur sett þrýsting á bankana að eiga í viðskiptum á annarlegum forsendum. Þvert á móti hefur verið lögð áhersla á að hægt sé að verja þau með viðskiptalegum forsendum.“

Hann undirstrikar að það voru utanaðkomandi endurskoðendur sem voru fengnir til að verðmeta bréfin. „Ég veit líka til þess að stjórnarmenn fengu tillögur frá framkvæmdastjórn bankans með tilteknum leiðum og í því tilviki sem mér var sagt frá kaus stjórnin að fara varkárustu leiðina af þeim sem framkvæmdastjórnin lagði til sem valkosti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka