Icesave upphæðir jukust ekki

Upphæðir innlána á Icesave reikningum jukust ekki á þessu ári, að sögn Halldórs J. Kristjánssonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins.

Samsetning þeirra hafi hins vegar breyst þannig að hærri fjárhæðir voru á bundnum innlánsreikningum en lægri á óbundnum. Þetta hafi verið hluti af samkomulagi bankans við breska fjármálaráðuneytið til að auka öryggi við fjármögnun reikninganna. Nægar eignir hafi verið til í bankanum fyrir innistæðunum, sagði Halldór í hádegsifréttum Rúv.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert