Rýnt í gamla gripi

Margir hafa lagt leið sína í Þjóðminjasafnið í dag til …
Margir hafa lagt leið sína í Þjóðminjasafnið í dag til að láta greina muni. mbl.is/Ómar

Þjóðminjasafn Íslands býður fólki að koma með gamla gripi og myndir í skoðun og greiningu í Myndasal milli kl. 14 og 16. Margir hafa nýtt sér tækifærið og hafa komið með muni sem þeir hafa viljað fræðast meira um.

Fram kemur á vef Þjóðminjasafnsins að margir eigi í fórum sínum erfðagripi eða ættargripi en viti lítið um uppruna þeirra. Þá leiki kannski forvitni á að þekkja á þeim nánari deili.

Bent er á að á fyrri greiningardögum Þjóðminjasafnsins hafi margt skemmtilegt komið í ljós. Lítil stúlka kom með öxi sem hún hafði fundið í Þjórsárdal og reyndist vera frá miðöldum. Kona kom með silfurskeið sem gengið hafði í erfðir í ætt hennar, en í ljós kom að skeiðin var dönsk að uppruna og frá 16. öld. Hlutir öðlast gjarnan nýja merkingu þegar eitthvað er vitað um sögu þeirra.


Sumir eru eflast með mögulega forngripi í fórum sínum.
Sumir eru eflast með mögulega forngripi í fórum sínum. mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert