Nýta mætti verðmætin mun betur

Gunnar Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Flúðafisks, telur að vinna mætti mun meira verðmæti úr sjávarafla landsmanna með því t.d. að hirða hausa af bolfiski í afla frystitogaranna. Sér vitanlega hirði aðeins tvær útgerðir frystiskipa hausana að hluta; Ögurvík og FISK Seafood á Sauðárkróki.

Bendir hann á að útgerðir rússnesku frystiskipanna í Barentshafi hirði alla fiskhausa og í núverandi árferði Íslendinga sé afar brýnt að útgerðir reyni að hámarka aflaverðmætið sem allra mest. Að sögn Gunnars vinnur Flúðafiskur úr 1.200-1.300 tonnum af hausum á ári en verksmiðjan gæti tekið á móti um 2.000 tonnum.

Gunnar segir að hausar af bolfiski, eins og þorski, ýsu og ufsa, séu um þriðjungur aflans miðað við slægt upp úr sjó. Tekur hann dæmi um frystiskip sem landi 300 tonnum af þorskflökum. Til að ná því hafi skipið veitt nærri 800 tonn, miðað við slægt, og ef því magni hefðu fengist um 250 tonn af hausum. Útflutningsverðmæti hausanna eftir þurrkun yrði um 30 milljónir króna, miðað við gengið í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert