Fékk aðeins í magann

Bjarni Harðarson fyrrverandi alþingismaður viðurkennir að hann hafi fengið í magann eftir að vopnin snerust í höndunum á honum þegar hann ætlaði að gera flokkssystur sinni grikk. Hann hafi áttað sig á að honum hafi orðið á alvarleg skyssa.

Bjarni segist síður en svo  hættur í stjórnmálum, hann hafi meira látið til sín utan þings nú sem fyrr. Hann segir að ekki megi persónugera ágreining í Framsóknarflokknum í honum og Valgerði Sverrisdóttur. Þau séu góðir vinir þótt þau greini á í Evrópumálunum. Ágreiningurinn í Framsóknarflokknum snúist um fullveldi og frelsi. Slík átök séu til staðar í öllum flokkum þó öðrum hafi tekist að spila á ögn lægri nótum.

Bjarni segir að hvatvísin sé hans styrkleiki og veikleiki.  Þetta geti allt snúist til góðs. Hann hafi kallað eftir því að stjórnmálamenn sýni ábyrgð í stjórnmálum og þetta sé  því dýrmætur lærdómur bæði fyrir hann og aðra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert