Leita starfsmanna á Íslandi

Óperuhúsið í Ósló
Óperuhúsið í Ósló Reuters

Norska vinnumálastofnunin NAV mun í næstu viku senda fulltrúa sína til Íslands til að leita að fagmenntuðum starfsmönnum í laus störf í Sogni og Fjörðunum í Noregi. Þetta kemur fram á vef norska útvarpsins.

„Hér er fyrst og fremst um að ræða faglært fólk í greinum sem ekki hefur verið hægt að fylla með norskum starfskröftum, til dæmis kokka, tækni- og verkfræðinga,” segir Kristine Kopperud Timberlid, sem hefur yfirumsjón með ráðningum fólks frá Evrópu.

„Við leitum fyrst og fremst að fólki með góða starfsreynslu, sveinsbréf og góða enskukunnáttu.” Þá segir hún hefð fyrir því að leita fyrst að starfsfólki í nágrannalöndunum þegar framboð af hæfu norsku fólki  sé ekki nægjanlegt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert