Uppljóstrarar ekki ákærðir

Við rannsókn á hruni bankakerfisins er mögulegt að fallið verði frá saksókn gagnvart aðilum sem veita upplýsingar um hugsanleg lögbrot, samkvæmt frumvarpi sem dómsmálaráðherra kynnti fyrir allsherjarnefnd á opnum fundi í morgun.

Í máli Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, kom fram að þetta væri nýmæli hér á landi og að slíkt ákvæði væri heldur ekki í lögum á Norðurlöndunum.

Þessi lög gilda þó aðeins um rannsókn á hruni bankakerfisins og umræða spannst á nefndarfundinum um hvort hugsanlega ætti að innleiða slíkt ákvæði almennt í lög hér á landi. Björn sagði ekkert því til fyrirstöðu af hálfu dómsmálaráðuneytisins.

Frumvarpið verður að líkindum til umræðu á Alþingi á fimmtudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert