Sveigði frá sauðfé og valt

Sjúkraflutningamenn á vettvangi.
Sjúkraflutningamenn á vettvangi. bb.is/Birgir Örn Sigurjónsson.

Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni er hann reyndi að sveigja framhjá sauðfé sem var á veginum um Súgandafjörð um á ellefta tímanum í morgun. Fór bíllinn út af veginum og valt niður vegkantinn.

Lögreglan á Vestfjörðum fékk þær upplýsingar að ökumaðurinn sæti fastur í bílnum. Viðbúnaður lögreglu og sjúkraflutningsmanna var miðaður við það en þegar komið var á vettvang hafði ökumaðurinn komist út úr bílnum af sjálfsdáðum. Hann var ekki alvarlega slasaður en var engu að síður fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði til frekar aðhlynningar.

Bíllinn er talinn ónýtur. Hálkublettir voru á veginum er slysið varð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert