Myndi treysta stjórnarsamstarfið

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra
Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra Kristinn Ingvarsson

„Þetta eru með ánægjulegustu tíðindum sem ég hef lengi heyrt,“ sagði Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra um þá ákvörðun Sjálfstæðisflokksins að skipa skipa sérstaka Evrópunefnd. Hún á að ljúka störfum fyrir landsfund flokksins en honum hefur verið flýtt til mánaðamóta janúar og febrúar á næsta ári.

„Ég hef heyrt það á yfirlýsingum ýmissa forystumanna Sjálfstæðisflokksins að undanförnu að það eru nýjar og frjóar hugsanir að gerjast hjá þeim varðandi Evrópumálin. Mörg þeirra eru greinilega farin að hugsa alvarlega þann möguleika að Ísland tengist Evrópu nánari böndum. Þessi ákvörðun virðist mér benda til þess að það séu algjör umskipti í vændum hjá þeim. Ég fagna því mjög og tel að það yrði mjög heilladrjúgt fyrir Ísland ef Sjálfstæðisflokkurinn stigi skref með svipuðum hætti og Samfylkingin hefur þegar gert. Það myndu treysta stjórnarsamstarfið verulega en umfram allt myndi það vísa rétta leið inn í þá uppbyggingu sem nú er framundan hjá Íslendingum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert