Ársreikningar verði í evrum

Stór hluti eigin fjár útflutningsfyrirtækja hverfur ef fyrirtækin gera upp í íslenskum krónum á árinu 2008, segir Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs. „Þetta er mjög slæmt fyrir fyrirtækin sjálf og lánardrottna þeirra vegna þess að staðreyndin er sú að raunverulegt eigið fé er ekki að minnka. Eignir sjávarútvegsfyrirtækja, til dæmis, eru að stærstum hluta skip, veiðiréttindi og tækjabúnaður og verðmæti þessara eigna endurspeglast nær eingöngu af erlendri verðlagsþróun.“

Samkvæmt núverandi lögum geti menn sótt um það fyrirfram að gera upp í erlendum gjaldmiðli. „Það sem nú hefur gerst sá hins vegar enginn fyrir og því tel ég algert lykilatriði að sett verði afturvirk lög nú þegar sem heimili fyrirtækjum, sem hafa a.m.k. 90% rekstrartekna sinna í erlendri mynt, að færa ársreikning sinn frá 1.1. 2008 í erlendum gjaldmiðli. Ég held að þetta sé gríðarlega mikilvægt til að tryggja þessum fyrirtækjum eðlilegan aðgang að lánsfjármagni á næstu árum.“
Finnbogi fer yfir sviðið í viðtali í sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert