Guðni vill skoða ESB-aðild

mbl.is/Kristinn

Formaður Framsóknarflokksins segir ekki lengur hægt að útiloka ESB-aðild. Vera kunni að Íslendingar hafi ekki annan valkost en að hefja aðildarviðræður og upptöku evru. Hann vilji því ekki lengur fyrirfram útiloka skoðun á ESB-aðild, sé vilji til þess í flokknum. „Í því ástandi sem nú er uppi í landinu megum við ekki njörva okkur föst í afstöðu sem var góð og gild áður en allt hrundi,“ sagði Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins í ræðu á miðstjórnarfundi flokksins í morgun.

Guðni fór yfir aðdraganda bankahrunsins og aðgerðir sem í kjölfarið fylgdu. Hann gagnrýndi ríkisstjórnin harkalega og sagði samstöðuleysi einkennandi þar á bæ. Ríkisstjórnin hefði verið aðgerðarlaus og ábyrgðarlaus í aðdraganda bankahrunsins. Þrátt fyrir ítrekuð viðvörunarorð hefði ríkisstjórnin lokað augunum fyrir aðsteðjandi vanda. Þá hefði vörn ríkisstjórnarinnar verið vanmáttug þegar Bretar beittu hryðjuverkalöggjöf gegn Íslandi og allar þjóðir heimsins lokuðu í kjölfarið hurðum sínum og skúffum.

„Þeir beittu okkur lögum sem eru fáheyrð og eiga sér engin fordæmi. Vopnalaus, friðelskandi lítil þjóð stóð eftir rúin trausti. Nú liggur það fyrir að 27 ríki ESB meina okkur aðgang að dómstóli þó að samningurinn um EES staðfesti að Icesave innistæðurnar séu samkvæmt samningi og lögum um EES. Bretar koma því miður sínum vilja fram í Evrópu. Þetta er kúgun af hálfu Evrópuþjóðanna og vina okkar á Norðurlöndum. Ég virði framgöngu forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, sem segir það sem ríkisstjórninni bar að segja við þessar aðstæður. Enn fremur er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn misnotaður í þeim tilgangi að misbjóða sínum grundvallarsjónarmiðum. Varnarlausir skulum við yfirtaka skuldbindingar umfram lög og samninga. Í landhelgisstríðunum áttum við hugdjarfa forystumenn, nú er öldin önnur. Ég hef aldrei séð aumari vörn og það vekur undrun margra manna um víða veröld. Öll spjót standa á okkur segir forsætisráðherra. Hvar er atgeirinn Geir H. Haarde?,“ spurði formaður Framsóknarflokksins.

Í drögum að ályktun sem liggur fyrir miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins segir að marka þurfi nýja stefnu í gjaldmiðilsmálum. Guðni segir að einhliða upptaka evru, í andstöðu við ESB, líkt og margir tala um í dag, þýddi að Ísland yrði áfram í vondum málum í Evrópu. Ísland þurfi að ávinna sér traust og fá heiðarleikastimpil í samfélagi þjóðanna á ný.

„Það er aftur á móti viðurkennt að við gætum tekið upp dollar en ég ætla ekki hér að fullyrða að það sé skynsamlegt eða henti íslensku atvinnulífi. Margir hér og í þjóðfélaginu vilja nú íhuga enn frekar evru og ESB leið. Sjálfstæðisflokkurinn er 7 árum á eftir okkur í vinnu í kringum hugsanlega Evrópusambandsaðild. Sú vinna sem nú fer þar í hönd mun reyna á Sjálfstæðisflokkinn, þeir klofna jafnvel bæði langsum og þversum.

Guðni segir ljóst að mikið vantraust ríki á íslensku krónunni og sú staða kunni að vera uppi nú að Íslendingar hafi ekki annan valkost en að hefja viðræður við Evrópusambandið um aðild að sambandinu, gengisstöðugleikasamning veið evrópska seðlabankann og í framhaldinu upptöku evru sem gjaldmiðils.

„Þekkt er að ég hef haft efasemdir í málinu sem meðal annars rísa af sjálfstæðishyggju ungs lýðræðis og frelsisþrá þjóðar sem var öldum saman undir erlendu valdi. Hins vegar vil ég ekki lengur fyrirfram útiloka skoðun á þessum valkosti, jafnvel með viðræðum, sé vilji til þess í flokknum. Í því ástandi sem nú er uppi í landinu megum við ekki njörva okkur föst í afstöðu sem var góð og gild áður en allt hrundi,“ sagði Guðni Ágústsson.

Guðni segir krónuna aónýta. Jafnvel þó Seðlabankinn hefði hækkað stýrivexti í 30% í stað 18%, þá hefði enginn gjaldeyrir komið inn í landið.

„Ísland býr við vantraust, það þorir enginn að koma um sinn með peninga sína inn í land sem gengið hefur í gegnum slíkar hremmingar. Margir hagfræðingar óttast leið gjaldeyrissjóðsins. Henni muni fylgja okurvextir, valdaframsal ríkisvalds og sveitarfélaga. Sjúklingurinn verði lagður á gjörgæslu í 5 ár með óbærilegri lyfjagjöf og vonleysi, viðvarandi atvinnuleysi verði þjóðarböl. Sú leið kann að vera skárri að keyra stýrivexti strax í 5%, taka ekkert erlent lán og leyfa um sinn genginu að falla. Ekkert er verra en gamaldags höft og skömmtun á gjaldeyri. Þess vegna verður að vega og meta öll rök áður en gengið er að skilyrðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.“

Guðni sagði nauðsynlegt að hefja hér framleiðslustefnu, auka veiðar úr sjó, ráðast í stórframkvæmdir sem eru fyrirliggjandiefla menntun og framkvæmdir á sviði nýsköpunar og hugvits, en ekki síður að nýta þann hæfilekaríka mannauð sem býr í fólkinu í landinu með öflugum stuðningi við lífvænleg sprotafyrirtæki.

Guðni segir tilgangslaust að tala um nýtt Ísland og uppbyggingarstarf eftir bankahrun nema allt verði undir í þeirri víðtæku rannsókn sem fyrirhuguð er.

„Við viljum sannleikann upp á borðið. Brást Alþingi, brugðust ráðherrar og ráðuneyti fyrir og eftir stjórnarskipti? Brást Seðlabanki, brást Fjármálaeftirlitið? Nýtt Ísland rís ekki í sátt nema sannleikurinn komi fram. Alþingi ber að styrkja, aðskilja verður sem fyrst löggjafar- og framkvæmdavaldið. Sterkara Alþingi hefði hugsanlega komið í veg fyrir þennan hrunadans.“

Guðni sagðist telja að þjóðstjórn kæmi enn til greina. Vandinn væri  risavaxinn en þá aðeins að 3 til 4 ráðherrar yrðu kallaðir inn í þá stjórn, utan stjórnmálaflokkanna til að skapa sátt í ljósi þess að stjórnmálamenn hefðu misst tiltrú um sinn. Kosningar færu svo fram innan árs.

mbl.is

Innlent »

Hópslagsmál við bar í Kópavogi

06:18 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um hópslagsmál fyrir utan bar í Kópavogi á áttunda tímanum í gærkvöldi.   Meira »

Eldur í ruslagámi við hjúkrunarheimili

06:12 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út eftir að tilkynnt var um eld í ruslagámi við hjúkrunarheimilið Eir í Grafarvogi á öðrum tímanum í nótt. Gámurinn var staðsettur undir þakskýli við hjúkrunarheimilið og voru eldtungur farnar að teygja sig í þakskýlið. Meira »

Þrír ráðherrar á útleið

05:30 Mikil endurnýjun verður á þingi eftir alþingiskosningar ef marka má niðurstöður um fylgi framboða eftir kjördæmum í nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Meira »

43% fleiri eru búin að kjósa

05:30 Hátt í 43 prósentum fleiri höfðu kosið utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi en síðasta sunnudag fyrir kosningarnar á síðasta ári. Meira »

Kampavínið aftur á uppleið

05:30 Sala á kampavíni og freyðivíni hefur aukist mjög það sem af er ári. Ef svo heldur fram sem horfir verður salan í ár svipuð og árið 2008. Meira »

Stuldur á gögnum ekki réttlætanlegur

05:30 Siðferðislega er ekki rétt að stela gögnum og fara á bak við fólk til að afhjúpa mál og leiða sannleikann í ljós. Þetta segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Meira »

Cuxhaven undir Ólafsfjarðarmúlanum

05:30 Síðdegis í gær kom Cuxhaven NC 100, nýr togari Deutsche Fischfang Union, dótturfélags Samherja í Þýskalandi, til löndunar á Akureyri. Meira »

250 milljónir vantar til Heilsustofnunar

05:30 Mikill niðurskurður er fyrir höndum í starfsemi Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands fáist ekki aukið fé í reksturinn. Meira »

Spáir leiðinlegu á kjördag

05:30 Fyrsta alvöruhríðarveður vetrarins gæti komið á laugardaginn kemur, þegar landsmenn ganga til kosninga.   Meira »

Nota styrkinn til að greiða niður lán

05:30 „Allt skiptir máli, að sjálfsögðu. Ég nota þessa upphæð til að létta á afborgunum lána, með því að greiða niður höfuðstól. Mér finnst að maður eigi að nýta þannig stuðning sem þennan,“ segir Karl Ingi Atlason, kúabóndi á Hóli í Svarfaðardal. Meira »

Eldur í rafmagnskassa í Breiðholti

Í gær, 23:09 Fyrr í kvöld barst slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um eldglæringar í rafmagnskassa við Lambastekk í Breiðholti. Ekki var um mikinn eld að ræða en eftir að hann hafði verið slökktur tók Orkuveita Reykjavíkur við á vettvangi. Meira »

Fangar fari í starfsþjálfun og verknám

Í gær, 21:13 „Fangar hafa verið afgangsstærð í samfélaginu hingað til. Auðvitað er maður hræddur um að þannig verði það áfram en maður hefur fundið andrúmsloftið breystast mikið á undanförnum árum,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu og talsmaður fanga. Meira »

Mörg dæmi um kynferðisofbeldi í íþróttum

Í gær, 20:21 Hafdís Inga Hinriksdóttir, fyrrverandi landsliðskona í handbolta, segir fjölmörg dæmi um kynferðisofbeldi og kynferðislega áreitni innan íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Frá þessu greindi hún í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2. Meira »

Frítt að pissa í Hörpu

Í gær, 15:18 Ekki er lengur tekið gjald fyrir aðgang að salernum í Hörpu. Þetta staðfestir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, í samtali við mbl.is. Byrjað var að rukka fyrir klósettferðir 19. júní síðastliðinn og þótti mörgum ansi vel í lagt að greiða 300 krónur fyrir. Meira »

Ernir flýgur aftur á Sauðárkrók

Í gær, 13:27 Flugfélagið Ernir tilkynnti á facebooksíðu sinni í gær að það ætlaði að hefja flug á ný milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. „Fyrir áeggjan ýmissa aðila tókum við áskorun um að gera sex mánaða tilraun í vetur,“ segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis. Meira »

Ekki hægt að bóka borð og mæta ekki

Í gær, 18:42 Fjölmargir veitingastaðir hafa tekið upp bókunarkerfi fyrir borðapantanir að erlendri fyrirmynd. Þegar gestir panta borð fá þeir send skilaboð sem innihalda hlekk og þar þurfa þeir að skrá greiðslukortanúmer. Ef gestirnir mæta ekki án þess að hafa afbókað borðið innan sólarhrings fá þeir rukkun. Meira »

Varahlutirnir stóðust ekki gæðakröfur

Í gær, 14:34 Varahlutirnir sem nota átti í Herjólf stóðust ekki kröfur flokkunarfélags Herjólfs, DNV-GL í Noregi, og því þarf að endursmíða varahlutina frá grunni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Eimskipafélaginu, sem segir dapurlegt að skuldinni af seinkuninni sé alfarið skellt á Eimskip. Meira »

Tveir milljarðar í „köld svæði“

Í gær, 12:58 Flugvélaeldsneyti á að kosta það sama um allt land til að tryggja að flugfélög geti flogið beint á flugvelli hvert sem er á landinu. Þetta var meðal þess sem Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra kynnti á kosningafundi Viðreisnar sem haldinn var í kosningamiðstöð flokksins undir yfirskriftinni Sýnum spilin. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...