Sakar ráðherra um óheilindi

Þingmenn stjórnarandstöðu gagnrýndu ríkisstjórnina um skort á samráði við Alþingi og stjórnarandstöðu áður en samið var um að Ísland tæki á sig ábyrgðir vegna Icesave reikningana. Steingrímur J. Sigfússon formaður vinstri grænna sakar ríkisstjórnina um skort á heilindum og segir ekki vilja fyrir frekari samráði milli stjórnar og stjórnarandstöðu  Siv Friðleifsdóttir sagði þá aðferð vel þekkta að skrifa undir með fyrirvara um samþykki alþingis. Sú aðferð ætti þó ekki við í þessu tilfelli þar sem fjárhagskuldbindingarnar væru svo stórar. Hún spurði ennfremur afhverju þess væri ekki getið í samkomulaginu að Íslendingar gætu leitað réttar síns fyrir dómstólum.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherrann sagði umræðuna byggjast á misskilningi. Enn væri ósamið í deilunni en komist hefði verið að samkomulagi um að fara samningaleiðina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert