Frysting vegna Icesave enn í gildi

Icesave reikningur Landsbankans
Icesave reikningur Landsbankans Retuers

Nefndarmaður í skilanefnd Landsbankans segist ekki geta svarað því hvort eignir Landsbankans séu nægar til þess að ábyrgjast Icesave-reikningana, það sé háð mörgum óvissuþáttum.

Ekkert liggur fyrir um hversu mikið íslenska ríkið þarf að greiða vegna reikninganna. Ekki aðeins sökum þeirrar óvissu sem er um verðmæti eigna Landsbankans í Bretlandi heldur einnig vegna þess að upphæðin hefur hreinlega ekki verið reiknuð út. Sumir reikningseigendur áttu mun meira inni á sínum reikningum en sú lágmarkstrygging, sem tilskipun um vernd innstæðueigenda tekur til, þ.e 20.887 evrur. Aðrir áttu mun minna.

Eignir Landsbankans í Bretlandi voru sem kunnugt er frystar af breskum stjórnvöldum með lögum sem annars er beitt gegn hryðjuverkum. Sú ákvörðun er enn í gildi og þær eru því ennþá undir stjórn Breta, að sögn Kristjáns Kristjánssonar, upplýsingafulltrúa forsætisráðherra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert