Hvítabirnirnir tilbúnir

Haraldur Ólafsson og Sigurður Guðmundsson leggja lokahönd á uppstoppun ísbjarnanna
Haraldur Ólafsson og Sigurður Guðmundsson leggja lokahönd á uppstoppun ísbjarnanna Skapti Hallgrímsson

 Lokahönd var í gær lögð á uppstoppun hvítabjarnanna tveggja sem gengu á land í Skagafirði í sumar. Haraldur Ólafsson og Sigurður Guðmundsson sáu um verkið á Akureyri og verða birnirnir fljótlega fluttir aftur vestur.

Dýrin tvö eru eign Náttúrufræðistofnunar Íslands en samið hefur verið um að sá sem veginn var á Þverárfjalli verði til sýnis á Náttúrustofu Norðurlands vestra á Sauðárkróki og sá minni, sem gekk á land við Hraun á Skaga, verður vistaður á Hafíssetrinu á Blönduósi.

Karldýrið var hvorki meira né minna en tæpra 22 ára þegar það var skotið og þau bæði reyndar mun eldri en talið var í fyrstu. Þetta kom í ljós við rannsókn Karls Skírnissonar, dýrafræðings á Tilraunastöðinni á Keldum. Karldýrið telst rígfullorðið og í hópi allra elstu hvítabjarna í stofninum, en þeir verða ekki eldri en 20-25 ára.

Birnan, sem felld var skömmu síðar við Hraun, var einnig komin af léttasta skeiði, annaðhvort 12 eða 13 ára skv. rannsókn Karls. Athuganirnar eru gerðar fyrir Náttúrufræðistofnun sem hefur það hlutverk samkvæmt lögum að athuga dýrin og ráðstafa þeim.

Sigurður hefur nú stoppað upp fimm ísbirni á þremur árum en þeir Haraldur fjóra saman á einu ári.

„Maður var alveg með lífið í lúkunum fyrst í stað, þetta er svo stórt í sniðum. En verkefnið var skemmtilegt og hefur verið mjög þroskandi,“ sagði Haraldur þegar Morgunblaðið leit inn á verkstæði hans í gær. Þar voru þeir Sigurður að draga síðustu pensilförin á nef og varir bjarnanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert