Ódýrt að ferðast til Íslands

Sagt er í grein á vef The International Herald Tribune í dag að þótt Ísland hafi ef til vill orðið gjaldþrota og krónan hrunið sé æ meira um að norrænir og breskir ferðamenn heimsæki nú landið. Verðlag sé orðið einstaklega hagstætt hérlendis.

Vitnað er í Sigrúnu Sigurðardóttur hjá Ferðamálastofu sem hafi á mánudag sagt í London að nú sé markaðsherferð á fyrri hluta ársins að bera árangur vegna lækkandi verðlags.

Blaðið segir að nú sé jafnvel hægt að gista á fjögurra stjörnu hóteli í Reykjavík fyrir 70 dollara yfir sólarhringinn.

Ferðamálaskríbent The Guardian í Bretlandi vekur einnig athygli á lágu verðlagi á Íslandi. Þótt pundið eigi við vanda að etja sé það sums staðar vel metið, segir hann og nefnir Ísland og Mexíkó sem heppilega áfangastaði um þessar mundir fyrir Breta.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert