Danskur banki yfirtaki Kaupþing

Kaupþing í Lúxemborg.
Kaupþing í Lúxemborg. mbl.is/Ólafur

Hugmyndir eru uppi um að danski bankinn FIH yfirtaki Kaupþing og mögulega einhverjar eignir úr búi gamla bankans með þátttöku erlendra kröfuhafa bankans og hefur þeim verið vel tekið innan stjórnkerfisins samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Yrði af yfirtökunni myndi erlendur banki starfa hérlendis, eignaraðild yrði dreifð og auðveldara fyrir hinn nýja banka að ná viðskiptum erlendis. Til þess að af því verði þykir nafnbreyting þó nauðsynleg þar sem vörumerki allra gömlu bankanna þriggja hafi beðið verulegan skaða á alþjóðavettvangi.

Hópur erlendra fjárfesta hefur þegar lýst yfir vilja til þess að koma að eignarhaldi í nýju bönkunum með því að breyta skuldum í hlutafé að einhverju leyti. Meðal kröfuhafanna eru margir stærstu bankar Evrópu. Heimildir Morgunblaðsins herma að stjórnvöld, kröfuhafar og núverandi stjórnendur bankans séu hrifnir af lausn sem þessari. Hugmyndirnar munu hafa verið ræddar af töluverðri alvöru undanfarið og þær kynntar erlendum kröfuhöfum þótt lokaútfærsla liggi ekki fyrir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert