Segir bresti í stjórnarsamstarfinu

Gunnar Helgi Kristinsson prófessor.
Gunnar Helgi Kristinsson prófessor. mbl.is/Ómar

Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að yfirlýsingar tveggja Samfylkingarráðherra um kosningar á næsta ári bendi til þess að brestir séu komnir í ríkisstjórnarsamstarfið. Hann sagði í fréttum Ríkisútvarpsins, að ráðherrarnir séu farnir að spila hver fyrir sig.

Tveir ráðherrar Samfylkingarinnar, þau Björgvin G. Sigurðsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir, hafa lýst því yfir að þeir telji eigi að kjósa til Alþingis á næsta ári. Gunnar Helgi segir óvenjulegt að tveir ráðherrar taki afstöðu í stórpólitísku máli af þessu tagi.

„Þau eru búin gefa út tiltölulega skýrar yfirlýsingar um það að það eigi að kjósa. Ef það verður niðurstaða flokksins að það eigi ekki að gera það þá held ég í raun og veru að það sé mjög vandsetið áfram fyrir þessa ráðherra. Þá eru þeirra yfirlýsingar algjörlega merkingarlausar og ég get ekki séð að þau geti haldið áfram að sitja í ríkisstjórn sem að héldi áfram,“ sagði Gunnar Helgi í samtali við RÚV.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert