Konur og karla í bankana

„Bankaráðin ráða bankastjórana og bankastjórar ráða einstaka starfsmenn,“ sagði Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, þegar Sif Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, óskaði svara um hvort ráðherra ætlaði að beita sér fyrir því að jafnræðis verði gætt milli kynja í nýju bönkunum hvað varðar launakjör og stöðuveitingar. Áréttaði Árni að stjórnmálaflokkarnir ættu fulltrúa í bankaráðunum. Vísaði hann þó einnig til jafnréttislaga og þess að Jafnréttisstofa eigi að hafa eftirlit með framkvæmd laganna.

Þingmenn úr Sjálfstæðisflokki, Vinstri grænum og Frjálslynda flokkinum tóku undir með Sif um mikilvægi þess að í bönkunum séu karlar jafnt sem konur og benti Guðfinna S. Bjarnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, á að á Norðurlöndunum hefði verið komist að þeirri niðurstöðu að gríðarleg áhættusækni ungra karlmanna hefði m.a. orsakað bankakreppuna þar á 10. áratugnum.  Ekki kæmi á óvart að sambærileg niðurstaða fengist hér á landi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert