Telur Ísland og Noreg munu ganga í ESB

Matti Vanhanen.
Matti Vanhanen.

Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, sagði í dag að hann teldi líklegt að Ísland og Noregur gangi í Evrópusambandið innan ekki mjög langs tíma.  Sagðist hann styðja aðild landanna tveggja heilshugar því stækkun Evrópusambandsins til norðurs og norðvesturs myndi styrkja þróun heimskautasvæðisins.

„Sá dagur mun renna upp að bæði Ísland og Noregur verða aðildar að Evrópusambandinu," sagði Vanhanen á ráðstefnu í Ouluháskóla um framtíð Barentshafssvæðsins. „Þessi lönd munu ekki eiga í neinum erfiðleikum með að uppfylla aðildarskilyrði ESB."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert