Opna í miðri kreppunni

ZO-ON er íslenskt vörumerki og íslensk hönnun.
ZO-ON er íslenskt vörumerki og íslensk hönnun.

Eigendur ZO-ON Iceland láta ekki kreppuna aftra frekari vexti fyrirtækisins. Þeir opnuðu sérverslun í Kringlunni í morgun, auk þess að hafa í hyggju að opna fleiri verslanir í Noregi á næstunni.

Nýlega opnaði „búð-í-búð“ á vegum fyrirtækisins í stórverslun í Grimstad í Suður-Noregi, en líkt og þar hafa menn fundið fyrir niðursveiflunni.

ZO-ON Iceland er íslenskt vörumerki og íslensk hönnun.

„Lífið verður að halda áfram. Þetta eru hlutir sem voru ákveðnir fyrir löngu síðan. Niðurstaðan var sú að halda okkar striki, það væri ekki ástæða til að breyta neinu,“ segir Jón Erlendsson, framkvæmdastjóri ZO-ON, um opnunina.

„Við erum búin að vera með umboðsmann í Noregi sem hefur verið að selja fyrir okkur í á þriðja ár. Ætlunin er að opna þrjár samskonar verslanir, búð-í-búð, í Noregi á nætunni. Mér sýnist sem að tvær verði í Bergen og sú þriðja í Ósló.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert