Kanna réttarstöðu vegna Giftar

Höfuðstöðvar - Samvinnutryggingar voru löngum til húsa að Ármúla 3, …
Höfuðstöðvar - Samvinnutryggingar voru löngum til húsa að Ármúla 3, þar sem Vátryggingafélags Íslands er nú. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég get staðfest það að ég er kominn með erindi frá sveitarfélögum vegna Samvinnutrygginga og Giftar, þar sem óskað er eftir því að lögfræðingar Sambands íslenskra sveitarfélaga skoði réttarstöðu sveitarfélaga sem áttu rétt á hlutafé í Gift,“ segir Guðjón Bragason, yfirmaður lögfræðisviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Sambandinu barst sl. föstudag erindi frá Djúpavogshreppi vegna málsins en forsvarsmenn hreppsins telja sveitarfélagið hafa átt rétt á hlutafé í Gift, sem stofnað var utan um skuldbindingar Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga í júní í fyrra.

Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu er staða Giftar slæm en skuldir félagsins eru á þriðja tug milljarða umfram eignir. Eftir að Fjármálaeftirlitið tók yfir bankana í byrjun október féll eignasafn Giftar því sem næst saman og munaði þar mest um stóra eignarhluti félagsins í Kaupþingi og fjárfestingarfélaginu Exista, sem var stærsti einstaki eigandi Kaupþings með tæplega fjórðungshlut.

Forsvarsmenn Vopnafjarðarhrepps samþykktu á fundi á miðvikudaginn tillögu þar sem óskað er eftir aðstoð Sambands íslenskra sveitarfélaga við að kanna réttarstöðu hreppsins. Í bókuninni segir: „Vopnafjarðarhreppur krefst þess að forsvarsmenn Samvinnutrygginga GT/Giftar upplýsi hvernig höndlað hefur verið með eignarhluti sveitarfélagsins og annarra í þessu félagi og samkvæmt hvaða heimildum/umboði það var gert. Jafnframt samþykkir hreppsnefnd að óskað verði eftir því við lögfræðideild Sambands íslenskra sveitarfélaga að hún sjái til þess að fram fari opinber rannsókn á því misferli, sem virðist hafa átt sér stað, þegar almannafé, sem hér um ræðir var notað til glæfralegra fjárfestinga án samráðs við eigendur fjárins.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert