Grýtt leið í ESB

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson Jim Smart

Grein um Evrópusambandsaðild eftir Eirík Bergmann Einarsson, dósent og forstöðumann Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst, birtist í dag á vef breska blaðsins The Guardian.

Þar heldur Eiríkur því fram að sérstakur skilningur Íslendinga á fullveldi sínu geri það að verkum að leiðin inn í ESB kunni að reynast grýttari en talið var. Algert hrun bankakerfisins hafi þurfti til að endurvekja spurninguna um mögulega aðild að sambandinu.

Á yfirborðinu snúist umræðan aðallega um tvo þætti: Kosti evrunnar og ókosti sjávarútvegssefnu ESB.

Hægt er að lesa grein Eiríks í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert