Hækkun á sykri 30-117% á einu ári

Verð á sykri hefur hækkað um allt að 117% síðustu 12 mánuði samkvæmt nýrri könnun Neytendasamtakanna. Hagkaup hefur haldið verðhækkunum í skefjum en þar nemur hækkunin 29,6% síðustu 12 mánuði. Hjá Spar Bæjarlind hefur sykurinn hækkað um rúm 117%. 

Fyrir nákvæmlega einu ári könnuðu Neytendasamtökin verð á 2 kílóum  af sykri. Til að kanna hve mikið þessi vara hefur hækkað, könnuðu samtökin verð á nýjan leik í sömu verslunum. Hækkunin er mjög breytileg eða frá 29,6% og allt upp í 117,1%.

Síðari talan vekur sérstaka eftirtekt enda um miklu meiri hækkun að ræða en í hinum verslunum fimm.

Samkvæmt könnun Neytendasamtakanna kostar kílóið af sykri í þessum verslunum frá 142,50 krónum upp í 272,50 krónur. Fyrir ári kostaði kílóið frá 105,50 krónum upp í 149 krónur.

Heimasíða Neytendasamtökunum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert